Úlfljótsvatn

Ég fór á Úlfljótsvatn mánudaginn 26 feb með 6.bekk og hérna ætla ég að segja frá því, ég veit að það er svolítið langt síðan ég bara gleymdi alltaf að skrifa Blush en hérna er hún

 Við fórum á mánudaginn og komum heim á þriðjudaginn, það var mjög gaman við fórum í fullt af leikjum t.d Capture the flag, eltingarleik þar sem allir voru “ hann “, þumlastríð og fleira. Við fengum mjög gott að borða t.d morgunkorn, grjónagraut, lasagna, pítsu, köku, kex og það var alltaf djús og vatn að drekka. Við gistum í herbergjum og ég gisti með Lilju, Guðný, Ásdís, Signýju, Guðrúnu, Snæfríði og Andreu.Happy Ég, Guðný og Signý vorum í mjög miklu stuði um kvöldið þegar við vorum að fara að sofa og hinar stelpurnar voru að klikkast útaf okkur nema Lilja hún var eins og EngillHalo eins og alltaf. Um kvöldið var diskó og það voru sýnd atriði og sagt brandara, það voru hópar sem hétu: Gulur, Rauður, Grænn og Blár, sumir breyttu nafninu á hópnum sínum en hópurinn sem ég var í hét bara Gulur. Atriðin voru mjög skemmtileg, Blár gerði tískusýningu, Grænn gerði þannig að hver og einn sagði eina setningu um skeiðina, Rauður gerði afmæliseinhvað dóterí og Gulur ( sem ég var í ) söng lag sem var þannig að við breyttum laginu We are the champions í :

 WhistlingVið erum skeiðar

Við erum skeiðar!!!

Engir gafflar

Því við erum skeiðarGrinGrin ég er ennþá með þetta lag á heilanum Undecided

  Og sumir voru að springa úr hlátri í hópnum okkar í Gula hópnum voru : Ég, Guðný, Snædís, Baldey, Martin, Andri, Alexander, Guðjón.

Svo sofnaði ég seinust af stelpunum og svaf eins og steinn, Svo daginn eftir vöknuðum við klukkan hálf 9 og fórum í morgunmat, svo eftir matinn fórum við í göngutúr og í leikinn Capture the flag hann var mjög skemmtilegur. Svo var matur og það var pítsa og við borðuðum mjög mikið ég borðaði 7 sneiðar, sumir borðuðu 15 sneiðar og fleiri! Borðið sem ég var á fékk 4 bakka af pítsu og 5-6 könnur af djús það var mjög gott, svo pökkuðu allir niður og við fórum á Nesjavelli og skoðuðum vélarnar og svo heyrðum við hátt ískur og hátt “ öskur “ en þetta voru bara vélarnar og mjög margir voru hræddir því þetta var eins og öskur í konuWoundering, svo þegar við vorum búin að skoða vélarnar fórum við niður og fengum prins póló, kók og bol og ég fékk í medium og hann var mjög, mjög stór.Svo fórum við heim og ég var rosalega þreytt, svo beint eftir þetta fór ég í afmæli til afa ( og pabba ) CongratzWizard samt var þetta aðallega fyrir afa sem varð áttræður, svo fórum við heim og ég sofnaði mjög fljótt ( en fór samt ekki alveg strax að sofa ). Þessi ferð var mjög skemmtileg. Mennirnir þarna hétu Kolbeinn og Örvar, svo voru útlendingar sem sjálfboðaliðar og einn sem var spænskur sem hét Jesus en það var borið fram sem Hesus.Tounge 

Svona var ferðin hún var rosalega skemmtileg eins og þið lásuð, en endilega setjið í skoðanir hvernig ykkur fannst að lesa ferðina mína.Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: bara Maja...

Hljómar eins og þrusu stuð Dóra mín  

bara Maja..., 4.3.2007 kl. 18:11

2 identicon

Vel skrifað hjá þér Dóra mín. Skemmtileg ferðasaga.

kær kveðja,

Pabbi

Pabbi (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 23:07

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Góð færsla!

Gunnar Helgi Eysteinsson, 6.3.2007 kl. 07:36

4 Smámynd: Hugarfluga

Rosalega hefur verið gaman hjá ykkur! Þegar ég var stelpa fór ég oft í Vindáshlíð. Nú veit ég ekki hvort þú hefur farið þangað, en ég mæli með því! Æðislega gaman; kvöldvökur, ratleikir, keppnir og svo kynnist maður bara fullt af skemmtilegum stelpum!

Hugarfluga, 10.3.2007 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband