Ölver

Ég var að koma úr Ölver 6 júlí. Það var geggjað í sumarbúðum ég ætla að segja ferða söguna í stuttu máli.

Dagur eitt :Ég fór í rútuna og sat við hliðina á Möggu sem ég fór með við spjölluðum bara á leiðinni eða ég horfði á náttúruna úti. Svo þegar við komum hittumst við allar í matsalnum og fengum að velja okkur sæti. Svo völdum við herbergi og ég lenti með skemmtilegum stelpum í herbergi þær heita : Kristjana, María, Ruth, Tanja,Gunnhildur ( reyndar hún var pirrandi stelpa ) og svo Magga og Alexandra þær eru með mér í bekk. Svo gerði ég ekkert þennan dag sem var skemmtilegt :S

Dagur tvö: Við fórum niður að læk að vaða svona vaða í sundbolum, dýpsti parturinn náði upp að mitti hjá mér jafnvel lengra, svo áttum við í herberginu sem ég var í að gera leikrit á kvöldvökunni, við gerðum leikrit sem heitir Gríshildur og Sundmaðurinn ( eða eitthvað :S) ég lék sundmanninn, þau heppnuðust mjög vel Smile.

Dagur þrjú: Við fórum uppá fjall sem var frekar erfitt en mjög flott útsýni þar sem við enduðum, svo fórum við í pottinn. Svo átti stelpa sem heitir Signý afmæli þannig að við fengum kökur og vöfflur. Svo var kvöldvakan og við horfðum á geggjað fyndið leikrit, svo horfðum við á Mean girls og borðuðum popp.

Dagur fjögur: Við fórum í íþróttakeppni ( eins og við gerðum reyndar á hverjum degi, svo fórum við líka í brennó á hverjum degi )  Svo gerðist ekkert sérstakt þennan dag.

Dagur fimm:Við fórum í hæfileikakeppni en fyrst að ég hef enga hæfileika tók ég ekki þátt :P. Við gerðum heldur ekkert sérstakt þennan dag nema í pottinn. Reyndar um kvöldið kom bænakonan og tók úrin af okkur :S

Dagur sex: Það var öfugur dagur þennan dag, við urðum mjög ruglaðar því það voru engar klukkur í húsinu ja.. nema klukkurnar okkar sem voru í eldhúsinu.Það var vakið okkur með tónlist á lúðrum í náttfatapartý, það var geggjað gaman. Við fengum kvöldhressingu í morgunmat ( kex og mjólk ), kvöldmatinn í hádegismat ( ávaxtasúrmjólk og brauð ) morgunmat í kaffinu ( kornflex og seríos ) hádegismatinn í kvöldmat ( pizzu.. mmm ) og kaffi í kvöldhressingu ( köku því Kristjana átti afmæli )

Dagur sjö: Þá var veisludagur og kvöld, við fórum í ratleik og brennókeppni á móti foringjunum ( bara sigurliðið, svo allar stelpurnar, 42 stelpur ) Svo í kvöldmatnum var nafnið mitt undir einhverjum disk og ég átti að leita af nafninu mínu, svo var sálmur eða vers undir nafninu og ég fékk sálm 23:1 sem er : Drottinn er minn hirðir mig mun ekkert bresta, sem er Sálmur pabba fjölskyldu allir sem hafa fermst fóru með þennan sálm. Svo á kvöldvökunni gerðu foringjarnir leikrit sum voru mjög fyndin, þær rugluðust stundum :P.

Heimdagur:Þá vöknuðum við um 8 leitið því þá áttum við að vakna en við vissum ekki að við mættum sofa til hálf níu. Ég var rosa glöð að sjá mömmu og pabba því ég hafði ekki séð þau í heila viku ( sem er frekar mikið ) Svo var ég svo svöng að við fórum á McDonalds til þess að borða hádegismat. Svona var ferðin mín í “stuttu “ máli 

P.s ég á bestu foreldra í heimi

Þið getið skoðað myndir frá Ölver -->Hér<--


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: bara Maja...

Þetta var nú aldeilis gaman að lesa, eins og venjulega segir þú skemmtilega frá og skrifar rétt og vel ! Nei sko það er hæfileiki  Síðan ertu dugleg að læra teksta, syngur vel, klár á tölvur, færð góðar einkunnir.... nei sko ennþá meira af hæfileikum  Þúert ofsalega góð við systur þína og dugleg að hjálpa okkur  (þó þú sért feimin við að sýna hæfileika þína í keppni þá þýðir það ekki að þú hafir ekki hæfileika ) Þú ert besta systir og stóra dóttir í heimi  Kv. Mamma

bara Maja..., 24.7.2007 kl. 00:30

2 Smámynd: Dóra K

Takk bestasta mamma í heimiKossKossKossKossKossKossKossKossKossKossKossKossKoss

Dóra K, 24.7.2007 kl. 00:38

3 Smámynd: Hugarfluga

Þetta hefur verið stórskemmtileg ferð hjá þér! Man hvað mér fannst gaman í Vindáshlíð þegar ég var stelpa. Þú ættir að prófa það næst! Og gaman að heyra að ykkur múttu þinni fannst kjúklingasalatið mitt gott  Ekta sumarmáltíð.  Bið að heilsa mömmu þinni.

Hugarfluga, 24.7.2007 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband